|
Apistogramma siklíðutegundirnar eru margar, um 50-80, og sérlega litfagrar. Þessar dvergsiklíður eru knáar þótt þær séu smáar og láta ekki aðra fiska ráðskast með sig. Tilhugalíf þeirra er meiriháttar sjónarspil og litadýrðin ótrúleg. Hjá sumum tegundum heldur karlfiskurinn kvennabúr og parast með öllum dömunum, en oftar en ekki eru karlarnir einnar konu eiginmenn og gæta bús og barna ásamt sinni heittelskuðu.
|
|