Anubias barteri “coffeefolia”

Anubias barteri “coffeefolia”

Uppruni: Vestur-Afríka

Hæð: 15-50cm

Breidd: 10+ cm

Birtuþörf: lítil-mikil

Hitastig: 20-30°C

Hersla (kH): mjög mjúkt-mjög hart

Sýrustig (pH): 5,5-9

Vöxtur:
mjög hægur

Kröfur:
mjög auðveld

Um plöntuna:
Anubias barteri “coffeefolia” er mjög fallegt. lágvaxið afbrigði Anubias barteri. Blöðin bunga svolítið út milli æða og ný blöð eru rauðbrún á lit. Litasamsetningin og lögun blaðanna gera plöntuna eftirsóknarverða, bæði í smáum búrum sem stórum. Plantan blómstrar oft undir vatni en myndar ekki fræ þar. Anubias plöntur vaxa svo hægt að þær virðast ekki átta sig á því að þær séu í kafi. Plöntuætur láta þessa jurt í friði.
 

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998