Cryptocoryne wendtii ''green'

Cryptocoryne wendtii “green”

Uppruni: Srí-Lanka, SA-Asía

Hæð: 5-10+ cm

Breidd: 8-10 cm

Birtuþörf: mjög lítil-mikil

Hitastig: 20-30°C

Hersla (kH): mjög mjúkt-mjög hart

Sýrustig (pH): 5,5-9

Vöxtur:
meðal

Kröfur:
auðveld

Um plöntuna:
Cryptocoryne wendtii ”green” hentar í lítil búr. Þegar hún vex á opnu svæði fletjast blöðin nánast út á botninum. Jurtin vex vel í hörðu vatni eins og flestar aðrar cryptocoryne plöntur frá Srí-Lanka. Hún getur fengið cryptocoryne veikina, líkt og fleiri plöntur. Ein leið til að fyrirbyggja það er að skilja aðeins eftir 4-5 nýjustu blöðin þegar jurtin er gróðursett. Þetta er fyrirtaks forgrunnsplanta, jafnvel í litlum búrum. Sjá nánar aðrar cryptocoryne plöntulýsingar.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998