Anubias barteri var. nana
Uppruni: Kamerún, Afríka
Hæð: 5-15+ cm
Breidd: 8+ cm
Birtuþörf: mjög lítil-meðal
Hitastig: 20-30°C
Hersla (kH): mjög mjúkt-mjög hart
Sýrustig (pH): 5,5-9
Vöxtur: mjög hægur
Kröfur: mjög auðveld
Um plöntuna: Anubias barteri var. nana er smávaxin, aðlaðandi planta sem dafnar við alla aðstæður. Hún vex hægt og blöðin endast í nokkur ár. Fyrir vikið ná hægvaxta þörungar sér á strik. Heppilegast er að festa jurtina við stein eða trjárót með girni uns hún festir rætur. Ef hún er gróðursett í botnmöl þarf að gæta þess að hylja ekki jarðströngulinn því að annars er hætta á að hann rotni. Plantan blómstrar oft í vatni og plöntuætur láta hana í friði.
|