Cryptocoryne albida
Uppruni: Tæland, SA-Asía
Hæð: 10-30 cm
Breidd: 12-20 cm
Birtuþörf: meðal-mjög mikil
Hitastig: 20-28°C
Hersla (kH): mjög mjúkt-hart
Sýrustig (pH): 5,5-8
Vöxtur: hægur
Kröfur: erfið
Um plöntuna: Cryptocoryne albida fæst í tveim litaafbrigðum - ljósgrænu og rauðbrúnu með dökkum blaðaflekkjum. Hún þarf aðeins meiri birtu en aðrar cryptocoryne plöntur og þarf langan aðlögunartíma áður en vöxturinn fer af stað. Eftir það er hún auðveld, og næringarríkt botnlag stuðlar að betri vexti. Um árabil hefur jurtin verið kölluð Cryptocoryne costata.
|