Arc Eye Hawk (Ring-eyed Hawkfish) Paracirrhites arcatus
Stærð: 15 cm
Uppruni: V-Kyrrahaf og Indlandshaf.
Um fiskinn: Fallegur og hlédrægur fiskur með sérkennilegan, þrílitan boga við augað . Hann þarf hreint, straumhart og súrefnisríkt vatn. Yfirleitt hafðir einir í búri en í hafinu skipta karlar svæði á milli sín og eru með 2-7 kerlingar á sínum snærum. Karlfiskurinn er nokkuð stærri en hrygnan. Þessi litla, fallega kjötæta plummar sig best í reef-búri en getur átt til að narta í blævængsorma og botndýr. Hann er til í tveim litarafbrigðum: holdlitaður eða brúnn.
Fóður: Nærist á mest á artemíu og öðru kjötmeti eins skelfiski og rækjum.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 120 l
Hitastig: 23-28°C
Verð: 2.890/3.490/4.690 kr.
|