Í haukfiskaættinni Cirrhitidae eru um 35 tegundir m.a. Long Nosed Hawk, Scarlet Hawk, Arc-Eyed Hawk. Þeir verða flestir á bilinu 10-15 cm (sumir allt upp í 1 metri á lengd) og eru kjötætur að eðlisfari. Haukfiskarnir hafa lítinn sundmaga og valhoppa því á milli steina. Höfuðið er stórt, augun eins og í kamelljóni og snúast í sitt hvora áttina. Nafnið haukfiskur kemur til af því að þeir tilla sér á brúnum steina og kóralla. Allir haukfiskar eru með smá hárbrúska (cirri) á geislaendum bakuggans. Margir þeirra eru harðgerir og frekar auðveldir í umhirðu. Og líkamslögunin og litirnir hreint ótrúlegir.
|