Lutjanidae

Í glefsaættinni Lutjanidae eru um 125 tegundir m.a. Emperor Snapper, Longfin Snapper, Spanish Flag, Black Beauty. Margir eru mikilvægir nytjafiskar. Munnurinn á þeim er stór og þeir glefsa í bráðina og gleypa í heilu lagi og þaðan er nafnið glefsir tilkomið. Þeir eru með 10-12 brodda í bakugganum og flestir eru á bilinu 23-160 cm langir. Þeir finnast í öllum heimshöfunum. Margar tegundir eru hafðar í búrum en flestar eru ránfiskar og henta ekki í kórallabúrum innan um hryggleysingja.

Emperor Snapper
Longfin Snapper

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998