Í ropfiskaættinni Haemulidae eru um 150 tegundir bæði til lands og sjávar - m.a. Panda Sweetlips, Spotted Grunt, Yellow Hi Fin, Pork Fish. Þetta eru frekar stórir og litskrúðugir fiskar sem veiða sér oft til matar á nóttunni, einkum botndýr. Nafnið ropfiskur kemur til af því að þeir gefa frá sér rophljóð þegar þeir eru dregnir á land. Og svo hafa þeir stórar og þykkar varir og þaðan kemur heitið Sweetlips. Þá skortir vígtennur og hafa smærri hreistur en glefsar (Snappers).
|