Í bambusháfaættinni Hemiscyllidae eru 13 tegundir m.a. Epaulette Shark, Banded Cat og Hooded Carpet Shark. Þeir eru grannir með langan hala og ná sjaldnast meira en metra á lengd. Bambusháfarnir halda sig að mestu við botninn þar sem þeir róta stöðugt í sandinum í ætisleit, einkum að botndýrum og skelfiski. Þeir hafa sterka ugga sem þeir geta gengið á eftir botninum. Margir henta ágætlega í búr og eru skemmtileg viðbót við stórfiskabúr. Þeir þola ekkert kopar í búrvatninu.
|