Í ættinni Balistidae eru alls 29 tegundir fiska - skringilegir gikkfiskar af öllum stærðum og gerðum, m.a. Picasso Trigger, Jigsaw Trigger, Clown Trigger og Blue Trigger. Þetta eru einfarar í hafinu. Nafnið kemur til af því að þeir geta læst fremri bakugganum í uppréttri stöðu td. þegar þeir troða sér inn í gjótur eða sprungur svo að ógerningur er að ná þeim út. Þeir eru vel tenntir og duglegir að éta skelfiska og krossfiska þ.a. þeir henta ekki í búri með hryggleysingjum!
|