Í íkornafiskaættinni Holocentridae eru 65 tegundir m.a. Striped Soldierfish, Squirrelfish, Short Big Eye Squirrelfish. Þeir eru með brodda í uggum og verða flestir á bilinu 15-30 cm langir. Nafnið kemur til af hegðun þeirra sem svipar til íkorna. Þeir eru kvikir, stóreyðir og gefa jafnvel frá sér sams konar hljóð. Hreistrið á þeim er líka broddótt og þeir hafa áþekkan brodd á tálknunum og englafiskar. Þetta eru frekar hlédrægir fiskar sem eru mikið á ferðinni að næturlagi, enda augun stór og sjónin góð. Að auki gerir skærrauði liturinn þá næstum ósynilega öðrum í sjónum. Þeir eru harðgerðir og litfagrir og henta því vel í búr.
|