Í snákaálaættinni Ophichthidae eru um 250 tegundir m.a. Banded Snake, Goldspot Snake, Spotted Snake. Þessir álar finnast í hlýsjó og hálfsöltu vatni um heim allan. Þeir eru hreisturslausir, stórmunntir og margir hverjir tenntir eins og múrenur, og nærast á skeldýrum, hryggleysingjum og smáfiskum sem verða á vegi þeirra. Þeir grafa sig gjarnan í sjávarbotninn, bíða færis og reiða sig á afburða þefskyn sitt. Sumar tegundir eru hafðar í búrum. Búrin þurfa að búa yfir góðum hreinsibúnaði, enda mikill úrgangur frá ránfiskum eins og þessum, og þykku botnlagi.
|