Í varafiskaættinni Labridae eru 500 tegundir m.a. Harlequin Tusk, Lyretail Hogfish, Twinspot Wrasse, Clown Wrasse. Þeir eru skærlitaðir og margir hverjir mikilvægir nytjafiskar. Munnurinn er framteygjanlegur og framtennurnar útstæðar og þaðan er varafiska nafnið tilkomið. Þeir eru með 8-21 brodd í bakugganum og flestir eru innan við 20 cm á lengd (sá stærsti 230 cm og vegur 150 kg). Þeir finnast í öllum heimshöfunum, sumir jafnvel út af ströndum Noregs, en flestir við Ástralíustrendur. Margar tegundir eru hafðar í búrum en flestar eru ránfiskar og henta ekki í kórallabúrum innan um hryggleysingja.
|