Í múrenuættinni Muraenidae eru um 200 tegundir m.a. Leopard Moray, Giant Moray, Blue & Yellow Ribbon Eel, Zebra Moray, Snowflake Moray. Þessi álaætt finnst í hlýsjó og hálfsöltu vatni um heim allan. Múrenur eru hreisturslausar, stórmunntar og margar hverjar tenntar. Þær nærast á skeldýrum, hryggleysingjum og smáfiskum. Sumar tegundir eru grimmar og geta bitið illa. Þær ná allt að 3 metra lengd og eru yfirleitt náttdýr sem búa í gjótum og skorningum. Margar eru hafðar í búrum og sumar til manneldis. Búrin þurfa að búa yfir góðum hreinsibúnaði, enda mikill úrgangur frá ránfiskum eins og þessum.
|