Í ættinni Chaetodontidae eru um 120 fiskategundir - fiðrildafiskar af öllum stærðum og gerðum, m.a. Vagabond, Pearlscale, Copperband Butterfly, Heniochus ofl. Þeir verða flestir um 15 cm og þurfa margir hverjir sérhæfða fóðrun, oft lifandi polyps. Þurfa vel þroskað búr með nægu æti á kórallagrjótinu og í botnlaginu. Þetta eru fallegir fiskar en kröfuharðir til fóðurs og vatnsgæða. Sumar tegundir eru auðveldar í umhirðu en aðrar afleitar og dánartíðnin há.
|