Ostracionidae

Í skrínfiskaættinni Ostracionidae eru 14 tegundir af ættbálki fastkjálka m.a. Hovercraft Cowfish, Yellow Boxfish, Longhorn Cow. Búkurinn er harður og kassalaga og oft sérkennilegur í útliti. Hann er myndaður úr samvöxnum beinplötum, en skrínfiskar hafa enga beinagrind. Fiskar úr Atlants- og Karíbahafi eru þríhyrningslaga í þverskurði, og þeir sem eru með minnst eitt hornapar kallast kúfiskar. Þessir fiskar eru allir eitraðir. Þeir gefa frá sér eitrið ostracitoxín ef þeir verða hræddir eða taugaveiklaðir og eins ef þeir drepast. Þetta eitur getur drepið alla fiska í búrinu og eituráhrifin eru óviðsnúanleg. Þeir þurfa rólegt umhverfi þar sem þeir komast í nægt æti og verða ekki fyrir áreiti annarra. Skrínfiskar spýta úr sér vatni til að grafa upp krabbadýr og skeldýr til átu. Sundlag þeirra minnir á svifnökkva.

Black Boxfish
Caribbean Cowfish
Hovercraft Cowfish
Long Horn Cowfish
Yellow Boxfish
Whitleyi Boxfish

Lesning: http://www.wetwebmedia.com/boxfishes.htm

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998