|
Banded Wrasse (Barred Thicklip) Hemigymnus fasciatus
Stærð: 80 cm
Uppruni: Kyrrahaf-Indlandshaf, Rauðahaf.
Um fiskinn: Stór wrassi sem tekur litarbreytingum með aldrinum og fær jafnframt þykkari varir. Þekkist á þverbandamynstrinu og appelsínugulu doppunum á höfði og í andliti. Ungviðið er daufara í litum (mið mynd) og fær fljótlega hið einkennandi fimmráka mynstur. Þetta er yfirleitt rólegur fiskur en getur verið passasamur á svæði sitt þegar hann er fullvaxta. Hentar ekki í kórallabúr af því að hann étur hryggleysingja. Bestur stakur í rúmgóðu búri því að hann þarf mikið sundrými og frekar rólega búrfélaga. Síar botnlagið eftir æti. Þetta er frekar erfiður fiskur sem getur verið tregur til að éta í fyrstu.
Fóður: Hvers konar kjötmeti, mýsisrækjur, artemíu, gammarækjur, skelfisk, ígulker.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 990 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: 6.790/7.790/9.890 kr.
|