Banner Wrasse

Banner Wrasse (Blackeye Thicklip)
Hemigymnus melapterus

Stærð: 50 cm

Uppruni:
Kyrrahaf-Indlandshaf.

Um fiskinn:
Stór wrassi sem tekur litarbreytingum með aldrinum og fær jafnframt þykkari varir. Ungviðið er skærlitað (efsta mynd), hvítt að framan en svart að aftan með gulan sporð og svart auga en breytist eftir að það nær 8 cm lengd. Fullorðnir fiskar verða ljósgráleitir að framan en svargrænir að aftan með perlumynstri og líka á höfði. Þetta er yfirleitt rólegur fiskur en getur verið passasamur á svæði sitt þegar hann er fullvaxta. Hentar ekki í kórallabúr af því að hann étur hryggleysingja. Bestur stakur í rúmgóðu búri því að hann þarf mikið sundrými og frekar rólega búrfélaga. Síar botnlagið eftir æti. Þetta er frekar erfiður fiskur sem getur verið tregur til að éta í fyrstu.

Fóður: Hvers konar kjötmeti, mýsisrækjur, artemíu, gammarækjur, skelfisk, ígulker.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 680 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 2.190/2.890/4.690 kr.      

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998