Blue Stripe Dwarf Parrot (Pink Flasher Wrasse) Paracheilinus carpenteri
Stærð: 8 cm
Uppruni: Indónesía, Filippseyjar.
Um fiskinn: Mjög fallegur og litsterkur wrassi sem hentar vel í kórallabúri. Hængurinn sperrir uggunum fyrir framan aðra hænga og því er skemmtilegast að hafa nokkra fiska saman í búri. Best er að setja þá í búrið á sama tíma eða hrygnuna á undan hængnum. Fiskurinn plumar sig ágætlega með rólegum búrfélögum. Hann er skærrauður með bláum langsöm rákum. Duglegur hreinsifiskur og reef-safe. Búrið þarf að vera rúmgott með nóg af felustöðum og vatnsgæði góð. Þetta er harðgerður fiskur, auðveldur og mjög litríkur.
Fóður: Hvers konar kjötmeti, mýsisrækjur, vítamínbætt artemíu til að halda litnum, gammarækjur. Fóðra minnst þrisvar á dag.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 80 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: 4.490/5.390/6.990 kr.
|