Blue Throat Trigger

Blue Throat Trigger (Gilded Triggerfish)
Xanthichthys auromarginatus

Stærð: 20 cm

Uppruni: Indlandshaf-Kyrrahaf.

Um fiskinn: 
Fallegur gikkfiskur. Búkurinn er gráleitur með perlumynstri og hálsinn blár. Tennur eru rauðar og sporðurinn lýrulaga. Þetta er frekar rólyndur fiskur sem hentar vel í heimabúri. Hann er frekar friðsamur af gikkfiski að vera. Dæling þarf að vera öflug og vatnið súrefnisríkt þar eð gikkfiskar eru sóðar og úrgangur frá þeim mikill. Getur verið með öðrum fiskum seú þeir ekki of smáir. Getur verið frekar hlédrægur í fyrstu en yfirstígur fljótt feimnina. Lundarfar er mjög einstaklingsbundið - sumir eru vinalegir en aðrir yfirgangsseggir.

Fóður: Alls konar kjötmeti m.a. ígulker og krossfiskar, smokkfiskur, rækjur. Best að fóðra lítið í einu nokkrum sinnum á dag.

Sýrustig (pH): 8,2-4

Búrstærð: 290 l

Hitastig: 23-26°C

Verð: 11.590/14.690/18.490 kr

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998