Candy Hogfish

Candy Hogfish (Twospot Hogfish)
Bodianus bimaculatus

Stærð: 10 cm

Uppruni:
Vestur Kyrrahaf-Indlandshaf.

Um fiskinn:
Einn heppilegasti galtarfiskurinn í heimabúri, einkum vegna smæðar sinnar. Auðþekkjanlegur af litnum. Hann er appelsínugulur að mestu en gulur kviðurinn og mjóar rauðar rákir eftir búknum endilöngum. Á tálknunum er svartur blettur og annar við sporðrótina, en af þeim dregur fiskurinn nafnið. Þetta er yfirleitt rólegur fiskur en getur verið passasamur á svæði sitt þegar hann er fullvaxta. Hentar ágætlega í kórallabúri af því að hann étur svo smávaxna bráð og lætur yfirleitt hryggleysingja vera. Búrið þarf að vera rúmgott með nóg af felustöðum og vatnsgæði góð. Þetta er harðgerður fiskur og mjög litríkur.

Fóður: Hvers konar kjötmeti, mýsisrækjur, artemíu, gammarækjur.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 200 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 6.790/7.790/9.890 kr.      

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998