|
Coral Hogfish ( Hogfish) Bodianus mesothorax
Stærð: 30 cm
Uppruni: Vestur Kyrrahaf-Indlandshaf.
Um fiskinn: Fallegur galtarfiskur sem stundum ratar í heimabúr. Ungviði er svart, alsett gulum flekkum (sjá efstu mynd). Síðan dofnar svarti liturinn (mið mynd) og búkurinn verður purpura að framan en hvítleitur að aftan og skáhallt, svart band þar á milli, augun rauð og kviðuggar gulir (neðsta mynd). Þetta er alla jafna rólegur fiskur en getur verið passasamur á svæði sitt þegar hann er fullvaxta. Hentar ekki í kórallabúri af því að hann getur látið hryggleysingja sér til munns. Búrið þarf að vera rúmgott með nóg af felustöðum og vatnsgæði góð. Þetta er harðgerður fiskur og litsterkur.
Fóður: Hvers konar kjötmeti, mýsisrækjur, artemíu, gammarækjur.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 400 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: 4.490/5.990/7.590 kr.
|