Dragon Eel

Dragon Eel
Murena pardalis

Stærð:
90 cm

Uppruni:
Indlandshaf-Kyrrahaf, við Hawaii.

Um fiskinn:
Auðþekkjanlega múrena og sérlega dýr vegna takmarkaðs framboðs, einkum á hængum. Búkurinn er gul-appelsínugulur og jafnvel rauður með misstórum hvítum flekkjum. Trýnið er oddmjótt og tvö einkennandi horn á höfðinu. Þessi múrena er geysifögur. Hún er ránfiskur og hentar eingöngu í ránfiskabúri með ljónafiskum, gikkfiskum, glefsum og þess háttar. Hann hefur gaman af að fela sig í grjóti og gægjast fram. Hann þarf gott sundpláss, góðan straum og hreint vatn. Hafa ber í huga að það getur verið erfitt að fá þessa fiska til að éta í fyrstu. Sumir geta svelt sig í nokkra mánuði og best að fóðra þá á einhverju bragðgóðu td. loðnubitum, ýsustrimlum. lifandi smáfiskum.

Fóður: Hvers konar kjötmeti, fiskistrimlar, smáfiskar.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 220 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 92.990/115.590/134.790 kr.
      

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998