|
Emperor Snapper (Emperor Red Snapper) Lutjanus sebae
Stærð: 75 cm (116 cm í hafinu)
Uppruni: Vestur Kyrrahaf-Indlandshaf.
Um fiskinn: Tignarlegur glefsi. Ungviðið þekkist á svörtum og hvítum skáröndum (efsta og neðsta mynd) sem dofna í fullorðnum fiskum og þeir fá á sig rauðan blæ (mið mynd). Þetta er yfirleitt rólyndur fiskur en getur verið passasamur á svæði sitt þegar hann er fullvaxta. Hann er ránfiskur og hentar því ekki í kórallabúum þar eð hann étur hryggleysingja. Búrið þarf að vera rúmgott með nóg af felustöðum og vatnsgæði mjög góð. Þetta er harðgerður fiskur og litríkur, einkum ungviðið, en hann vex hratt og er fljótur að fylla búrið.
Fóður: Hvers konar kjötmeti, mýsisrækjur, artemíu, gammarækjur.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 720 l
Hitastig: 22-28°C
Verð: 5.790/7.190/8.890 kr.
|