|
Eye-spot Goby (Twinspot/Signal Goby) Signigobius biocellatus
Stærð: 6-7 cm
Uppruni: Kóralhaf, undan NA-Ástralíu.
Um fiskinn: Sérstæður smáfiskur sem sést oftast í pörum.Hann hentar vel í reef-búri með sendnu botnlagi sem hann getur rótað í eftir æti og grafið sér felustaði í. Þetta er kjötæta eins og aðrir góbar og étur af og til allan líðlangann daginn. Þarf gott búr með mörgum felustöðum. Litmynstrið nýtist honum vel til að villa um fyrir ránfiskum. Hann líkist krabba sem skáskýtur sér milli staða því að blettirnir tveir í bakugganum minna á krabbaaugu. Vatnsgæði þurfa að vera mjög góð. Þessi fiskur er í meðallagi erfiður og skemmtileg viðbót í rólegu hryggleysingjabúri.
Fóður: Artemía, mýsisrækjur, ormar, smádýr, matarleifar.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 80 l
Hitastig: 22-26°C
Verð: 4.690/5.790/6.790 kr.
|