Firecracker Dwarf Goby

Firecracker Dwarf Goby
Trimma rubromaculatus

Stærð: 1,8 cm

Uppruni:
V-Kyrrahaf - Balí, Indónesía.

Um fiskinn:
Þessi fagri dverggóbi er svo smár að hann sést varla innan um kóralla. Hann sækir í kóralla og er snillingur í að dulbúast eins og kamelljón. Hann er einkar friðsamur og má eingöngu hafa með rólyndisfiskum í búri með nægu æti. Þeir sækja einnig í dimma hella þar sem þeir hanga í hópum. Má hafa staka eða í hópum. Hann þarf hreint vatn og marga felustaði og kóralla til að dafna, og einnig gott framboð af smálífverum. Hann er á beit allan liðlangann daginn. Þetta er harðger fiskur og frekar auðveldur.

Fóður: Vítamínbætt artemía, dafnía, rauðáta. Fóðra þrisvar á dag.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 80 l

Hitastig: 22-26°C

Verð: 2.390/2.890/3.390 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998