|
Flame Cardinal Apogon maculatus
Stærð: 11 cm
Uppruni: Vestur Atlantshaf: frá Bahama- og Bermúdaeyjar til Brasilíu.
Um fiskinn: Algengasti kardínálafiskurinn í sjávarbúrum. Munnklekjari sem kann best við sig í kyrrlátu kóralbúri. Hann unir sér vel í felum innan um kóralla og steina á daginn en er mest á ferðinni á næturna. Meinlítill og áhugaverður fiskur. Getur ráðist á skrautrækjur og önnur smádýr. Best einn í búri nema búrið sé þeim mun stærra. Tileinkar sér svæði og rekur aðra kardínálafiska burt.
Fóður: Lítt hrifinn af þurrfóðri en étur hvers konar lifandi fóður (artemía, mýsis rækjur).
Sýrustig (pH): 8,3-4
Búrstærð: 80 l
Hitastig: 24-26°C
|