|
Ghost Moray (Unicolor Snake Moray) Uropterygius concolor
Stærð: 50 cm (90-120 cm í hafinu)
Uppruni: Indlandshaf-Kyrrahaf.
Um fiskinn: Af hópi snákaála og með minni múrenum. Getur verið í hálfsöltu vatni. Harðgerður í búri. Þekkist á ljósgáum búk með svörtum dílum á höfði. Þetta er ránfiskur og hentar helst í ránfiskabúri með ljónafiskum, gikkfiskum, glefsum og öðrum fiskum sem hann nær ekki að gleypa. Hann hefur gaman af að fela sig í grjóti og gægjast fram, er tenntur en meinlaus. Þessi múrena þarf gott sundpláss, góðan straum og hreint vatn. Þetta er auðveldur búrafiskur og vinsæll sökum stærðar. Það má hafa hann í búri með sæfíflum og kóröllum en ekki hryggleysingjum. Hafa ber í huga að það getur verið erfitt að fá þessa fiska til að éta í fyrstu. Sumir geta svelt sig í nokkra mánuði og best að fóðra þá á einhverju bragðgóðu td. loðnubitum, ýsustrimlum, lifandi smáfiskum.
Fóður: Hvers konar kjötmeti, skelfiskur, smáfiskar.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 120 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: 6.590/7.990/10.090 kr.
|