|
Longfin Snapper (Hi Fin/Majestic Snapper) Symphorichthys spilurus
Stærð: 60 cm
Uppruni: Vestur Kyrrahaf-Indlandshaf.
Um fiskinn: Stórglæsilegur fiskur með gylltum og bláum röndum og sérlega löngum bakugga. Þetta er yfirleitt rólyndur fiskur en getur verið passasamur á svæði sitt þegar hann er fullvaxta. Hann er ránfiskur og hentar því ekki í kórallabúum þar eð hann étur hryggleysingja. Þarf að fóðra nokkrum sinnum á dag. Búrið þarf að vera rúmgott með nóg af felustöðum og vatnsgæði mjög góð. Þetta er harðgerður fiskur, litríkur og hraðvaxta.
Fóður: Hvers konar kjötmeti, mýsisrækjur, artemíu, gammarækjur.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 720 l
Hitastig: 22-28°C
Verð: 17.390/20.090/26.190 kr.
|