Mexican Hogfish

Mexican Hogfish (Cortez Hogfish)
Bodianus diplotaenia

Stærð: 75 cm

Uppruni:
Við Mexikóstrendur og A-Kyrrahaf.

Um fiskinn:
Stór og sterklegur fiskur sem stækkar mjög hratt og hefur svínslega matarlyst. Ungviðið er gult með tveim lárettum, svörtum röndum (sjá efstu mynd). Fullvaxta karlfiskur er hins vegar grárauðleitur með smáhnúð á höfði og sterkgult lóðrétt band á miðjum búknum (sjá mið mynd). Kvenfiskurinn líkist meira ungviðinu (sjá neðstu mynd). Mexíkóski galtarfiskurinn hvílist á nóttunni og getur umvafið sig slímkenndri púpu meðan hann sefur. Hann er mjög harður af sér og getur verið passasamur á svæði sitt þegar hann er fullvaxta. Þeir henta ekki í kórallabúrum vegna áhuga síns á hryggleysingjum. Búrið þarf að vera rúmgott með nóg af felustöðum. Vatnsgæði þurfa að vera góð. Mexíkóski galtarfiskurinn er tvíkynja og hængurinn hefur yfir kvennabúri að ráða þegar að hrygningu kemur.

Fóður: Hvers konar kjötmeti, mýsis, artemía.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 320 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 6.790/8.090/10.090 kr.     

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998