Multicolour Wrasse (Radiant Wrasse) Halichoeres iridis
Stærð: 11,5 cm
Uppruni: V-Indlandshaf.
Um fiskinn: Marglitur varafiskur sem hentar vel í kórallabúrum en getur étið eða nartað í blævængsorma, snigla og skrautrækjur. Hann tekur fáeinum útlitsbreytingum með aldrinum. Hænguroinn er rauðbrúnn á búk með hvíta blesu eftir öllu bakinu. Höfuðið er gult með grænum rákum. Þetta er skeldýraæta og lunkin við að snúa við skeljum og grjóti í ætisleit. Fiskurinn fer vel með rólegum búrfélögum en getur átt til að agnúast út í smærri varafiska. Bestur stakur en má hafa hæng og nokkrar hrygnur saman. Þetta er duglegur hreinsifiskur. Búrið þarf að vera mjög rúmgott með nóg af felustöðum og vatnsgæði góð. Þetta er harðgerður fiskur, auðveldur og mjög litríkur en ekki reef-safe. Þarf þykkt, sendið botnlag til að dyljast í á nóttunni.
Fóður: Hvers konar kjötmeti, mýsisrækjur, vítamínbætt artemía til að halda litnum, gammarækjur. Fóðra minnst þrisvar á dag.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 120 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: 5.790/7.190/8.890 kr.
|