Panda Hogfish

Panda Hogfish (Axilspot Hogfish)
Bodianus axillaris

Stærð: 20 cm

Uppruni:
Indlandshaf-Kyrrahaf.

Um fiskinn:
Litsterkur galtarfiskur sem hentar vel í sjávarfiskabúri. Hængurinn (neðsta mynd) er auðþekktur af litnum. Fremri helmingurinn er rauðbrúnn en afturhlutinn hvítur, og síðan stór svartur blettur í gulum kvið- og bakugganum. Ungviðið (mið mynd) og hrygnur (efsta mynd) eru sjúkkulaðibrún með hvítum doppum. Þetta er yfirleitt rólegur fiskur en getur verið passasamur á svæði sitt þegar hann er fullvaxta. Duglegur hreinsifiskur en getur stungið sig ofan í sandi ef hann verður hræddur. Hentar ekki í kórallabúri af því að hann étur gjarnan hryggleysingja. Búrið þarf að vera rúmgott með nóg af felustöðum og góð vatnsgæði. Þetta er harðger fiskur, auðveldur og fallegur.

Fóður: Hvers konar kjötmeti, mýsisrækjur, artemíu, gammarækjur. Skelfiskur.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 240 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 4.290/6.790/8.090 kr.      

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998