|
Picasso Trigger (Blackbar Trigger) Rhinecanthus aculeatus
Stærð: 20 cm
Uppruni: Indlandshaf og Vestur Kyrrahaf.
Um fiskinn: Harðger fiskur. Þarf stórt og grýtt búr þar sem hann getur falið sig auðveldlega. Gullfallegur fiskur sem minnir á framúrstefnu nútímalistaverk. Dæling þarf að vera öflug og vatnið súrefnisríkt þar eð gikkfiskar eru sóðar og úrgangur frá þeim mikill. Þeir eiga til að narta í aðra fiska og einnig í kóralla. Henta því ekki í kórallabúrum eða með hryggleysingjum. Skapgerð þeirra er mjög breytileg. Sumir eru mestu gæðablóð en aðrir alger skrímsli.
Fóður: Alæta. Étur nánast allt sem honum stendur til boða. Fóðra nokkrum sinnum á dag.
Sýrustig (pH): 8,2-4
Búrstærð: 220 l
Hitastig: 24-27°C
Verð: 3.290/4.890/7.390/XXL 10.990 kr.
|