|
Pink Spot Goby (Singapore Shrimp Goby) Cryptocentrus leptocephalus
Stærð: 15 cm
Uppruni: A-Indlandshaf til V-Kyrrahafs.
Um fiskinn: Einn fallegasti fiskurinn í ættinni en einnig sá ágengasti. Stórir einstaklingar geta átt það til að ráðast á aðra góba og jafnvel óskylda smáfiska. Oftast glenna þeir upp kjaftinum og sperra sig en geta bitið ef út í það fer. Það ber meira á þessu seú þeir settir fyrstir í búri og pláss er takmarkað. Bestur stakur eða í pari. Keypt pör má ekki aðskilja. Getur fjölgað sér í búrum. Annars hefðbundinn rækjugóbi sem lifir í nánu sambýli með rækjur af ættinni Alpheu (neðsta mynd). Hann er kjötæta eins og aðrir góbar og étur af og til allan liðlangann daginn. Hann unir sér vel í sendnu búri þar sem hann getur síað sandinn í ætisleit. Hann þarf hreint vatn og marga felustaði í til að dafna, og einnig gott framboð af smálífverum. Þetta er harðger fiskur og reef-safe en getur átt það til að éta skrautrækjur og smáa burstaorma.
Fóður: Vítamínbætt artemía, mýsisrækjur, smádýr, matarleifar. Fóðra tvisvar á dag.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 110 l
Hitastig: 22-26°C
Verð: 3.690/4.490/5.890 kr.
|