Pinktail Trigger

Pinktail Trigger
Melichthys vidua

Stærð: 40 cm

Uppruni: Indlandshaf-Kyrrahaf.

Um fiskinn: 
Harðgerður og flottur fiskur sem hafa má í kórallabúri. Fullvaxnir einstaklingar geta þó nartað í skrautrækjur. Þetta er fínn byrjendafiskur, enda jafnan friðsamur við aðra, ólíkt mörgum frændum sínum. Hann er skógargrænn með fölbleika ugga og bleikan sporð, og býsna laglegur. Dæling þarf að vera öflug og vatnið súrefnisríkt þar eð gikkfiskar eru sóðar og úrgangur frá þeim mikill. Getur verið með öðrum fiskum seú þeir ekki of smáir. Getur verið frekar hlédrægur í fyrstu en yfirstígur fljótt feimnina. Rótar ekki eins mikið í búri og aðrir gikkfiskar gera.

Fóður: Alls konar kjötmeti m.a. ígulker og krossfiskar, smokkfiskur, rækjur. Best að fóðra lítið í einu nokkrum sinnum á dag.

Sýrustig (pH): 8,2-4

Búrstærð: 290 l

Hitastig: 23-26°C

Verð: 9.290/11.590/16.190 kr

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998