Pork Fish

Pork Fish (Porgy)
Anisotremus virginicus

Stærð: 30-35 cm

Uppruni:
Vestur Atlantshaf og Karíbahaf.

Um fiskinn:
Fallegur, litsterkur ropfiskur með gylltum rákum á silfur grunni og tveim svörtum böndum á höfðinu. Ungir fiskar eru með tvær mjóar, svartar rákir eftir búknum endilöngum og svartan blett við sporðrótina. Þetta er frekar harðgerður fiskur sem hefur mikla matarlyst og stækkar hratt. Hann er kjötæta og étur alls kyns kjötmeti, oftast þegar skyggja tekur. Þarf stórt, straumhart búr með gott sundpláss og mjög góð vatnsskilyrði með próteinfleytibúnaði. Hann hentar ekki í kórallabúri og er ekki árasargjarn gagnvart öðrum fiskum. Þarf að vera með rólegum fiskum í búri.

Fóður: Hvers konar kjötmeti og botndýr.

Sýrustig (pH): 8,4

Búrstærð: 320 l

Hitastig: 25-27°C

Verð: 3.690/4.490/5.390 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998