Powder Brown Tang

Powder Brown Tang (Whitecheek Tang)
Acanthurus nigricans (glaucopareius)

Stærð: 21 cm

Uppruni:
Mitt Kyrrahaf.

Um fiskinn: 
Fallegur tang sem líkist mjög A. japonicus en er mun harðgerðari. Eini útlitsmunurinn er hvíti kinnbletturinn á A. nigricans. Þarf rólegt, þörungaríkt og stórt búr með nóg af live-rock til að marka sér svæði, gott sundrými og góða loftun. Er frekar rólegur gagnvart öðrum fiskum en slæst við aðra tanga. Þarf góða hreyfingu á vatninu og nægt æti. Má helst ekki vera með grimmlyndari ættingjum. Getur verið matvandur í fyrstu og því þarf að vera nóg af þörungum í búrinu. Yfirleitt reef-safe.

Fóður: Grænmetisæta - þurrkað þang, caulpera, nori, spirúlínabætt artemía, brokkolí, kálmeti, grænar baunir og frosið fóður. Er sífellt á beit á þörungabreiðum.

Sýrustig (pH): 8,1-8,4

Búrstærð: 290 l

Hitastig: 21-29°C

Verð: 7.190/10.290/13.890 kr.

 

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998