Queen Trigger

Queen Trigger
Balistes vetula

Stærð: 60 cm

Uppruni: Mið-Atlantshaf, Karíbahaf.

Um fiskinn: 
Harðger fiskur og mjög laglegur. Þarf stórt og grýtt búr þar sem hann getur falið sig auðveldlega. Hann verður mjög stór og grimmari með aldrinum. Getur ráðist á og drepið aðra minni fiska. Bestur stakur í búri. Dæling þarf að vera öflug og vatnið súrefnisríkt þar eð gikkfiskar eru sóðar og úrgangur frá þeim mikill. Þeir eiga til að narta í aðra fiska og einnig í kóralla. Henta því ekki í kórallabúrum eða með hryggleysingjum. Þetta eru engu að síður oft skemmtilegir persónuleikar og auðveldir byrjendafiskar fyrir stórbúraeigandur. Rótar mikið í búri.

Fóður: Alæta. Étur nánast allt sem honum stendur til boða. Þykja ígulker lostæti. Fóðra 2-3 sinnum á dag.

Sýrustig (pH): 8,3-4

Búrstærð: 760 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 9.290/14.290/21.190 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998