|
Red Hogfish (Diana’s Wrasse) Bodianus diana
Stærð: 25 cm
Uppruni: Vestur Kyrrahaf-Indlandshaf.
Um fiskinn: Fallegur og rennilegur varafiskur. Búkur ungra fiska er súkkulaðibrúnn með hvítum doppum (sjá efstu mynd). Doppurnar verða síðan þéttari (mið mynd) og að lokum verður búkurinn gulbrúnn, augun rauð og sporðurinn bleikleitur (neðsta mynd til hægri). Þetta er yfirleitt rólyndur fiskur en getur verið passasamur á svæði sitt þegar hann er fullvaxta. Hentar ekki sérlega vel í kórallabúum af því að hann á það til að narta í hryggleysingja. Búrið þarf að vera rúmgott með nóg af felustöðum og vatnsgæði góð. Þetta er harðgerður fiskur og litríkur.
Fóður: Hvers konar kjötmeti, mýsisrækjur, artemíu, gammarækjur.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 400 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: 3.490/5.090/7.390 kr.
|