|
Red Sailfin Blenny (Leopard Blenny) Exallias brevis
Stærð: 14-15 cm
Uppruni: Indlandshaf-Kyrrahaf.
Um fiskinn: Þessi stóri blettótti blenni er sá eini í sinni ætt. Hann er vígalegur að sjá og sérlega myndarlegur, einkum karlfiskurinn (mið mynd). Hann hefur hins vegar sérþarfir sem gerir að verkum að hann er eingöngu fyrir lengra komna í faginu. Hann nærist svo til eingöngu á smáholsepum harðkóralla og felur sig í greinum þeirra, einkum kóralla af ættinni Pocillopora. Hann ver svæði sitt og fæðiuppsprettu fyrir öðrum. Best að hafa hann stakan eða í pari. Karlfiskurinn undirbýr hrygningarstaðinn með því að naga stórt autt svæði á kóralli. Hann þarf hreint vatn og marga felustaði í til að dafna, og einnig gott framboð af holsepum og kórallavef. Þetta er viðkvæmur fiskur en flottur og friðsamur við aðra.
Fóður: Vítamínbætt artemía, mýsisrækjur, smádýr, matarleifar. Fóðra þrisvar á dag. Erfiður í fóðrun.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 210 l
Hitastig: 22-26°C
Verð: hængar: 7.390/9.090/11.390 kr. hrygnur: 3.690/5.290/6.790 kr.
|