Red Spot Flymo

Red Spot Flymo (Redspotted Blenny)
Istiblennius chrysospilos

Stærð: 12 cm

Uppruni:
V- og S-Kyrrahaf.

Um fiskinn: 
Forvitinn og sérkennilegur fiskur. Sérlega dugleg þörungaæta sem hefur gaman af koma sér fyrir á eða í steini og fylgjast með því sem gerist umhverfis. Bestur stakur eða í pari. Ver svæði sitt og rekur burt óboðna. Reef-safe og næstum ómissandi verkamaður í flest búr. Þarf góð vatnsskilyrði og straum, og umfram allt nægt framboð af þörungum til að narta í. Nokkuð auðveldur byrjendafiskur en þarf nægt æti.

Fóður: Étur þörunga og grænfóður. Má fá spirúlínu, frosna artemíu og rauðátu, en þarf að fá þörunga úr búrinu.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 120 l

Hitastig: 22-26°C

Verð: 4.290/5.290/5.990 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998