Red Spotted Hawk

Red Spotted Hawk (Falco/Dwarf Hawk)
Cirrhitichthys falco

Stærð: 6 cm

Uppruni:
Vestur-Kyrrahaf, frá Nýju-Kaledóníu til Japans.

Um fiskinn: 
Fallegur, harðger, lítill og forvitinn fiskur sem hegðar sér eins og aðrir haukfiskar. Yfirleitt hafðir einir í búri en í hafinu skipta karlar svæði á milli sín og eru með 2-7 kerlingar á sínum snærum. Karlfiskurinn er nokkuð stærri en hrygnan. Þeir halda sér á 10-20 metra dýpi í hafinu. Þessi litla kjötæta kann vel við sig í reef-búri og er stöðugt í ætisleit. Hann er kröfuharður á vatnsgæði og gott að fóðra hann nokkrum sinnum á dag á artemíu. Dverghaukurinn er sterkur fiskur, lífslíkur hans mjög góðar í heimabúri og auk þess ódýr í innkaupum. Hann heldur sér mest allan daginn á kóröllum eða grjóti og sætir lagi.

Fóður: Nærist mest á artemíu og öðru kjötmeti eins skelfiski og rækjum.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 80 l

Hitastig: 23-28°C

Verð: 3.490/4.290/4.890 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998