Royal Gramma (Fairy Basslet) Gramma loreto
Stærð: 7 cm
Uppruni: Karíbahaf.
Um fiskinn: Eftirsóttur fiskur í kórallabúri og auðþekkjanlegur af skærum tvílitnum sínum. Hann er yfirleitt hafður einn eða í pari (annar fiskurinn þá stærri en hinn). Þetta er nokkuð harðger fiskur sem getur fjölgað sér í búri. Hann er svifæta og nærist á mýsisrækjum, artemíu og öðrum smálífverum. Þarf gott búr með mörgum felustöðum. Hann skýst gjarnan í felur við minnstu truflun og syndir oft á hvolfi. Ágætur byrjandafiskur sem er yfireitt friðsamur við aðra búrfélaga nema af eigin ætt eða Pseudogramma. Vatnsgæði þurfa að vera góð.
Fóður: Artemía, mýsisrækjur, ormar, smádýr, matarleifar.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 80 l
Hitastig: 25-27°C
Verð: 3.890/4.690/6.790 kr.
|