|
Scooter Blenny (Ocellated Dragonet) Synchiropus ocellatus
Stærð: 6 cm
Uppruni: Vestur-Kyrrahaf.
Um fiskinn: Fallegur lítill drekafiskur sem unir sér vel í vel grónu kórallabúri. Oft hafður í pörum eða tvær til þrjár hrygnur á hvern hæng. Þurfa mikið af kóralgrjóti til að lifa í búri, um 40 kg á hvern fisk. Nærast á smálífverum á kóralgrjóti (live-rock), og lífverurnar þurfa að vera nógu margar til að viðhalda sér - annars sveltur fiskurinn. Hentar vel í rólegu kóralla- og hryggleysingjabúri. Hann er alveg reef safe. Þarf gott vatn og fjölda felustaða. Karlfiskar hafa hærri fremri bakugga. Er erfiður í fóðrun og aðeins fyrir lengra komna. Ætti ekki að hafa með matfrekum fiskum. Til bæði brúnir og bleikir (neðsta mynd).
Fóður: Nærist á smálífverum og þörungi. Þiggur lifandi artemíu og dafníu.
Sýrustig (pH): 8,3-4
Búrstærð: 80 l
Hitastig: 24-28°C
Verð: Brúnir: 2.590/3.290/4.490 kr. Bleikir: 3.690/4.690/6.190 kr.
|