Scribbled Filefish

Scribbled Filefish (Scrawled Leatherjacket)
Aluterus scriptus

Stærð:
allt upp í 100 cm í hafinu.

Uppruni:
Indlandshaf-Kyrrahaf.

Um fiskinn:
Sérkennilegur, ílangur þjalafiskur með ljúsblá krotmerki um allan búk. Hann sést oft með höfuðið niður og reynir að dulbúast innan um rekaþang. Bestur stakur eða með öðrum sambærilegum tegundum. Hann er frekar friðsamur og þægilegur en hentar ekki með hryggleysingjum sem hann étur og nartar iðulega í. Hann étur meðal annars eitraða svampa og holdýr sem aðrir fiskar snerta ekki á. Hann hefur gaman af að fela sig í grjóti og gægjast fram, þarf gott sundpláss og hreint vatn. Hafa ber í huga að það getur verið erfitt að fá þessa fiska til að éta í fyrstu og best að nota til þess artemíu, jafnvel nýklakta ef fiskurinn er smár.

Fóður: Hvers konar kjötmeti, mýsisrækjur, artemíu, gammarækjur.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 420 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 10.090/13.890/18.490 kr.     

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998