|
Snowflake Moray (Clouded Moray) Echidna nebulosa
Stærð: 70 cm (100 cm í hafinu)
Uppruni: Indlandshaf-Kyrrahaf.
Um fiskinn: Án efa ein fallegasta múrenan og þægilegasta í búri. Hún er rjómalituð með svörtum snjókornaskellum með gylltri miðju. Mynstrið minnir á stjörnuþoku eins og latínuheitið gefur til kynna. Oft virk á daginn og veiðir sér til matar eða biður eftir að maturinn ratar fyrir hellismunnan hennar. Hún hentar eingöngu í búri með fiskum sem hún getur ekki gleypt. Þessi áll hefur gaman af að fela sig í grjóti og gægjast fram. Hann þarf gott sundpláss, góðan straum og hreint vatn. Getur verið í búri með kóröllum og sæfíflum en ekki skeldýrum. Þetta er mjög harðgerður fiskur og auðveldur en getur reynt að skríða upp úr búrinu sé það ekki kyrfilega lokað. Hafa ber í huga að það getur verið erfitt að fá þessa ála til að éta í fyrstu og best að fóðra þá á einhverju bragðgóðu td. loðnubitum, rækjubitum, lifandi smáfiskum.
Fóður: Hvers konar kjötmeti, mýsisrækjur, fiskistrimlar.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 200 l
Hitastig: 25-27°C
Verð: 4.890/5.990/8.090 kr.
|