Sohal Tang Acanthurus sohal
Stærð: 45 cm
Uppruni: Rauðahaf, Indlandshaf.
Um fiskinn: Fallegur fiskur og dýr. Þarf felustaði, stórt búr með nóg af þörungi til að narta í. Hann getur verið mjög árásargjarn gagnvart öðrun töngum. Er ágætlega reef-safe og lítil hætta á að hann narti í kóralla. Hann er harðger og auðveldur og þiggur alls konar fóður. Það er samt skilyrði að vatnið sé hreint og súrefnisríkt og seltan um 1,025.
Æxlun: Þessir fiskar æxlast aðeins í náttúrunni.
Fóður: Þarf fjölbreytt fóður, þurrkað þang, spírúlína, mysis rækjur. Best að fóðra lítið í einu nokkrum sinnum á dag.
Sýrustig (pH): 8,2-8,4
Búrstærð: 720 l
Hitastig: 25-26°C
Verð: 14.690/19.290/23.190 kr.
|