|
Spanish Hogfish Bodianus rufus
Stærð: 40 cm
Uppruni: V-Atlantshaf, frá Bermúda til Brasilíu.
Um fiskinn: Fallegur og algengur galtarfiskur. Auðþekkjanlegur af skærgula litnum og purparabakinu. Ungir fiskar hreinsa sníkjudýr af öðrum fiskum. Þetta er yfirleitt rólyndur fiskur en getur verið passasamur á svæði sitt þegar hann er fullvaxta. Henta ekki sérlega vel í kórallabúum af því að þeir eiga það til að narta í í hryggleysingja. Éta ígulker, skelfisk, slöngvukrossfiska og rækjur í náttúrunni, en allt sem þeim býðst í heimabúri. Búrið þarf að vera rúmgott með nóg af felustöðum og vatnsgæði góð. Spænski galtarfiskurinn er tvíkynja og hefur yfir kvennabúri að ráða þegar að hrygningu kemur. Þetta er harðgerður fiskur og litríkur.
Fóður: Hvers konar kjötmeti, mýsisrækjur, artemíu, gammarækjur.
Sýrustig (pH): 8,1-4
Búrstærð: 240 l
Hitastig: 23-27°C
Verð: 5.590/6.990/9.690 kr.
|