Spotted Mandarin Fish

Spotted Mandarin (Picturesque Dragonet)
Synchiropus picturatus

Stærð: 7 cm

Uppruni:
Vestur-Kyrrahaf.

Um fiskinn: 
Forvitinn og gríðarfagur fiskur. Hann þarf mikið af kóralgrjóti til að lifa í búri, um 40 kg á hvern fisk. Nærist á smálífverum á kóralgrjóti (live-rock), og lífverurnar þurfa að vera nógu margar til að viðhalda sér - annars sveltur fiskurinn. Mandarín fiskurinn hentar vel í rólegu kóralla- og hryggleysingja- búri. Hann er alveg reef safe. Þarf gott vatn og fjölda felustaða. Ætti ekki að hafa í búri með sæfíflum sem éta hann gjarnan. Karlfiskar hafa lengri geisla í bakugga og berjast innbyrðis. Grefur sig stundum í sandi á nóttunni eða þegar hann er hræddur. Er erfiður í fóðrun og aðeins fyrir lengra komna.

Fóður: Nærist á smálífverum og þörungi. Þiggur lifandi artemíu og dafníu.

Sýrustig (pH): 8,3-4

Búrstærð: 80 l

Hitastig: 24-28°C

Verð: 3.690/5.090/6.990 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998